#Kvennastarf
_____

Um 


Átakið #kvennastarf vísar til mýtu sem flestir landsmenn kannast við, mýtunnar um að eðlilegt sé að starfsgreinar flokkist í kvennastörf og karlastörf.

Velt er upp spurningunni; hvaða störf eru kvennastörf?
Svarið er að kynferði á ekki að þurfa hafa áhrif á námsval eða starfsvettvang. Hefðbundin verkaskipting kynjanna er orðin úrelt og á ekki lengur við í nútímasamfélagi.

Öll störf eru kvennastörf. Konur eiga að geta starfað við það sem þeim sýnist og það sama gildir um karlmenn

Tilgangur 


Erfitt getur verið að koma inn á vinnumarkað og tilheyra minnihlutahópi. Slíkt getur haft fælandi áhrif á að starfa við það sem viðkomandi hefur áhuga á.

#kvennastarf vill vekja athygli á að konur eru starfandi í ýmsum karllægum starfsgreinum í dag. Þær eru mismargar og í sumum greinum örfáar en athyglinni verður beint að því að þær eru samt þarna.

#kvennastarf veitir þessum konum tækifæri til að deila reynslu sinni. Kvenkyns fyrirmyndir í námi og starfi eru gerðar sýnilegri ungu kynslóðinni til að sanna að allir geta starfað við það sem þá langar til.

Markmið


Iðn- og verkgreinar eru enn í dag karllægustu starfsgreinar atvinnulífsins og þar ríkir mikil vöntun á fagmenntuðu fólki. Ef rúmlega helmingur þjóðarinnar, konur, útilokar verk-, tækni- og iðngreinar vegna úreltra staðalímynda þá er það kannski ekki að undra.

Iðn- og verkmenntaskólar á Íslandi stefna á að fjölga fagmenntuðu fólki og markmið þeirra er að 20% grunnskólanema velji starfsmenntun árið 2025 og 30% árið 2030.

Með #kvennastarf vilja þessir skólar vekja athygli á og jafna þennan kynjahalla.
Augljóst er að ef fleiri stelpur sjá tækifæri í starfsmenntun verður auðveldara að fjölga nemendum í iðn- og verkmenntagreinum og fleira fagmenntað fólk verður til fyrir íslenskt atvinnulíf.

Það þarf að breyta þessum staðalímyndum að konur geti ekki eitthvað sem þær hugsanlega langar til að gera. Bara því að það hefur í gegnum tíðina verið karlastarf.

Soffía Anna Sveinsdóttir, pípulagningameistari.

Kynjaskipting starfsstétta ýtir undir kynbundinn launamun, sem er enn um 10 %. Segja má að miðað við karlmenn séu konur að vinna launalaust 36 daga á ári.

„Ég allaveganna trúi því alveg að konur séu ekki neinir eftirbátar karlmanna í neinu.“

– Ásrún Mjöll, nemi í húsasmíði og vélstjórn.

Í dag eru samanlagt 750 karlmenn starfandi sem flugmenn eða flugstjórar hjá helstu flugfyrirtækjum á Íslandi, en aðeins 57 konur starfa við sama fag.

„Ástæðan fyrir því líka, að ég fór í pípulagnir, voru náttúrulega peningarnir. Ég var einstæð með tvö börn. Ég þurfti bara að fá vinnu eins og karlmaður.“

– Svanbjörg Vilbergsdóttir, pípulagningameistari

Rannsóknir á vinnustaðamenningu sýna fram á að fólki líður betur á kynjablönduðum vinnustöðum. Fólk fær þar meira rými til að vera það sjálft.

„Þegar ég var lítil þá vissi ég strax að mig langaði að verða kokkur. En ég vissi það samt eiginlega ekki að mig langaði að verða kokkur af því að þú veist; ég sá náttúrulega engar konur sem voru kokkar.“


– Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari.

„Það var alveg cool að geta sagt, ég er stelpa, en ég er líka vélstjóri“


– Guðbjörg Rún Vestmann, nemandi í vélstjórn.

„Ég uppgötvaði hvað það var margt sem ég var að læra á þessu og hvað þetta er sjálfseflandi“


– Oddný María Gunnarsdóttir, pípulagningameistari. 

Tölfræði
___

 
Heildarfjöldi karlmanna á Íslandi sem lokið hafa sveinsprófi í löggildri iðngrein eru 32.641.

Heildarfjöldi kvenna er 5.151.

%

Karlar

%

Konur

Tölfræði um heildarfjölda þeirra sem lokið hafa sveinsprófi á Íslandi var síðast uppfærð árið 2017.

Upplýsingar um nýjustu tölur verða settar inn á næstu dögum.

Konur í kvennastarfi
______

Instagram
___

 
Taktu þátt í #kvennastarf með því að pósta mynd á Instagram úr þínu starfi.

#kvennastarf hvetur fólk til þess að láta ekki samfélagsleg kynhlutverk aftra sér.

Allir eiga að geta orðið það sem þeir vilja.

#kvennastarf hvetur yngri kynslóðir til þess að láta ekki samfélagsleg kynhlutverk aftra sér. Allir eiga að geta orðið það sem þeir vilja.