Tölfræði um #kvennastarf

Tölfræði #kvennastarf var síðast uppfærð 30. september 2022.

Pípulagnir
___

 
Í dag stunda 221 nemendur nám í pípulögnum og þar af eru 4 konur.

%

Konur

Árið 1990 lauk fyrsta konan sveinsprófi í pípulögnum. Frá upphafi hafa 1293 einstaklingar tekið prófið og þar af eru 6 konur.

Bifvélavirkjun
___

 
Í dag eru 135 strákar skráðir í nám í bifvélavirkjun í Borgarholtsskóla og VMA á meðan stúlkurnar eru aðeins 10.

%

Konur

Á Íslandi hafa 2398 lokið sveinsprófi í bifvélavirkjun frá upphafi, þar af 26 konur.

Forritun
___

 
Á tölvubraut í Tækniskólanum og Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem lögð er áhersla á forritun og tölvunarfræði eru 269 einstaklingar við nám.

Aðeins 18 þeirra eru stelpur.

%

Konur

Konur eru í minnihluta þeirra sem læra og vinna við forritun í dag.

Vélstjórn

___

 

 

Frá 1916 til 2016 hafa 2730 karlmenn útskrifast af lokastigi vélstjórnar frá Vélskóla Íslands sem í dag er Tækniskólinn. Aðeins 12 konur hafa útskrifast með sama próf.

%

Konur

%

Karlar

Fyrsta konan til að verða vélstjóri gekk í skólann árið 1974, en það ár var gerð lagabreyting á Íslandi sem leyfði konum að stunda nám í vélstjórn en það var ekki leyfilegt fyrir þann tíma.

Nokkrar konur störfuðu sem ófaglærðir vélstjórar fyrir þessa tíð, en fyrir minna kaup en faglærðir karlmenn.

Hljóð
___

 
Í hljóðtækninámi Stúdíó Sýrlands í samstarfi við Tækniskólann eru nemendur 26 talsins í dag. Þar af eru 4 konur.

%

Konur

Mikill skortur þykir á konum í upptökustjórnun í tónlistarheiminum.

Málmiðngreinar
___

 

Hér má sjá kynjahlutfall þeirra sem lokið hafa sveinsprófi í ýmsum málmiðngreinum í gegnum árin.


Blikksmíði

Konur

Karlar


Rennismíði

Konur

Karlar


Stálsmíði

Konur

Karlar


Vélvirkjun

Konur

Karlar

Skipstjórn

___

 

Fjöldi íslenskra kvenna hafa gegnt stöðu formanns á skipum í gegnum tíðina og nokkrar hafa verið skráðar sem skipstjórar stærri skipa. Það var þó ekki fyrr en á níunda áratugnum sem fyrsta konan lauk prófi í skipstjórn og í dag hafa 11 konur lokið námi við Skipstjórnarskólann.

170 nemandi er skráður í dagnám á skipstjórnarbraut í Tækniskólanum í dag. Þar af eru 13 konur.

Þá eru 113 einnig skráðir í dreifnám í skipstjórn og eru konurnar 8 þar á meðal.

Heildarfjöldi við nám í skipstjórn er því 291, þar af 21 kona.

 

%

Konur

170 nemendur er skráðir í dagnám á skipstjórnarbraut í Tækniskólanum í dag. Þar af eru 13 konur.

Samkvæmt innritunartölum frá Flugakademíu Keilis eru 190 nemendur skráðir til náms í atvinnuflugmannsnámi. Af þeim eru 52 konur.

%

Konur

%

Karlar

Um það bil 700.000 flugmenn eru starfandi í heiminum í dag og þar af eru um 58.500 konur.

 

Rafvirkjun

___

 

 

Frá upphafi hafa 4754 einstaklingar lokið sveinsprófi í rafvirkjun á Íslandi. Þar af eru 77 konur.

Í rafeindavirkjun hafa 1175 lokið námi. Þar af eru 31 kona.


Rafvirkjun

%

Konur

%

Karlar


Rafeindavirkjun

%

Konur

%

Karlar

Matreiðsla

___

 

 

Á haustönn 2022 voru 128 nemendur skráðir í matreiðslunám í MK og VMA. Þar af eru 41 kona. 

%

Konur

%

Karlar

Frá upphafi hafa 1561 karlmenn útskrifast með sveinpróf í matreiðslu á Íslandi en aðeins 234 konur.

 

Húsasmíði

___

 

 

Fjöldi þeirra sem lokið hafa sveinsprófi í húsasmíði á Íslandi frá upphafi:

Konur

Karlar

Húsgagnasmíði

___

 

 

Á haustönn 2022 voru 42 nemendur skráðir í húsgagnasmíði í Tækniskólanum. Þar af eru 25 konur.

Konur

Karlar

Öll tölfræði er byggð á gögnum frá Menntamálaráðuneytinu, Hagstofu Íslands, Jafnréttisstofu, úr nemendaskrám iðn- og verkmenntaskóla og starfsmannaskrám fyrirtækja, úr könnun WAI (Women in Avition International) ásamt upplýsingum úr innlendum og erlendum vinnustaðarannsóknum.

Tölfræði #kvennastarf var síðast uppfærð 30. september 2022.

#kvennastarf hvetur fólk til þess að láta ekki samfélagsleg kynhlutverk aftra sér.

Allir eiga að geta orðið það sem þeir vilja.

#kvennastarf hvetur yngri kynslóðir til þess að láta ekki samfélagsleg kynhlutverk aftra sér. Allir eiga að geta orðið það sem þeir vilja.